Íslenskir ullarsokkar hlýja hermönnum

Guðni Th. Jóhannesson heilsaði upp á öflugt prjónafólk sem tekið …
Guðni Th. Jóhannesson heilsaði upp á öflugt prjónafólk sem tekið hefur til hendinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síðdeg­is í gær tók for­seti Íslands, Guðni Th. Jó­hann­es­son, hús á rúm­lega þrjá­tíu prjóna­kon­um sem hafa und­an­farið setið við og prjónað ull­ar­sokka sem send­ir verða á víg­stöðvar í Úkraínu í lok októ­ber. Prjóna­kon­urn­ar komu sam­an í fé­lags­miðstöð eldri borg­ara í Gjá­bakka í Kópa­vogi.

Þær eru þátt­tak­end­ur í verk­efn­inu Send­um hlýju frá Íslandi sem er átaks­verk­efni sem staðið hef­ur yfir und­an­farn­ar vik­ur og miðast að því að prjóna sokka úr ís­lenskri ull á her­menn í Úkraínu.

Á heimasíðu verk­efn­is­ins, send­um­hlyju.is, geta prjón­ar­ar skráð sig til leiks og eru nú 155 þátt­tak­end­ur skráðir. Það er þó eng­in skylda að skrá sig og því ekki ólík­legt að fleiri prjónaglaðir þátt­tak­end­ur leyn­ist úti í sam­fé­lag­inu.

Nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert