Koma ekki köld að rannsókninni

Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari.
Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari. mbl.is/Þórður

Eng­ar veru­leg­ar breyt­ing­ar fylgja til­færslu rann­sókn­ar­for­ræðis á rann­sókn á ætluðum und­ir­bún­ingi að hryðju­verk­um, frá rík­is­lög­reglu­stjóra yfir til embætt­is héraðssak­sókn­ara, að sögn héraðssak­sókn­ara. 

„Við kom­um ekki al­veg köld að þessu. Við höf­um verið inni í rann­sókn­inni frá fyrsta degi,“ seg­ir Ólaf­ur Þór Hauks­son héraðssak­sókn­ari í sam­tali við mbl.is.

Til­kynnt var á upp­lýs­inga­fundi lög­reglu fyrr í dag að Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri hefði óskað eft­ir því að segja sig frá rann­sókn­inni vegna van­hæf­is. Ástæða þess er sú að faðir henn­ar, Guðjón Valdi­mars­son, hef­ur verið nefnd­ur á nafn í sam­bandi við rann­sókn­ina.

Rík­is­sak­sókn­ari féllst á beiðnina og flutti rann­sókn­ar­for­ræði máls­ins frá rík­is­lög­reglu­stjóra yfir til embætt­is héraðssak­sókn­ara.

Beiðnin barst í gær­morg­un

Starfs­menn embætt­is rík­is­lög­reglu­stjóra munu áfram koma að rann­sókn máls­ins und­ir stjórn héraðssak­sókn­ara. Er það heim­ilt sam­kvæmt 8. gr. lög­reglu­laga sem kveður á um að starfs­menn þess lög­reglu­stjóra sem van­hæf­ur er geti rann­sakað mál und­ir stjórn ann­ars lög­reglu­stjóra.

Að sögn héraðssak­sókn­ara barst beiðnin um flutn­ing máls­ins í gær­morg­un. 

Aðspurður kvaðst Ólaf­ur Þór ekki geta tjáð sig um það hvort faðir Sig­ríðar hefði verið tek­inn til yf­ir­heyrslu. Þá kvaðst hann al­mennt ekki geta tjáð sig um stöðu rann­sókn­ar­inn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert