„Við hefðum mátt loka leiðinni fyrr,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Talsmenn bílaleiga hafa síðustu daga gagnrýnt stofnunina fyrir að hringveginum um Möðrudalsöræfi, það er milli Mývatns og Jökulsdals, hafi ekki verið lokað í tíma í óveðrinu sem gekk yfir norðan- og austanvert landið sl. sunnudag.
Allt að fjörutíu bílar, þar af margir í eigu bílaleiganna, skemmdust eða urðu ónýtir eftir að hafa lent í byl og grjóthríð sem af veðurofsanum leiddi.
„Núna erum við að fara yfir atburðarás þessa dags og greina hvað gera hefði mátt betur,“ segir G. Pétur. Hann segir Vegagerðina ekki bera skaðabótaskyldu í málum sem þessum.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.