Rafmagnslaust er nú við Bíldshöfða, Breiðhöfða og nágrenni og verður þar til klukkan sjö í fyrramálið.
Fram kemur á vef Veitna að það sé vegna vinnu við dreifikerfið.
Fólki er bent á að slökkva á þeim rafmagnstækjum sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Fram kemur að það eigi sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki.
Þá er fólki ráðlagt að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.