Rafmagnslaust á Ártúnshöfða þar til í fyrramálið

Rafmagnslaust er við Bíldshöfða, Breiðhöfða og nágrenni.
Rafmagnslaust er við Bíldshöfða, Breiðhöfða og nágrenni. Kort/Veitur

Raf­magns­laust er nú við Bílds­höfða, Breiðhöfða og ná­grenni og verður þar til klukk­an sjö í fyrra­málið.

Fram kem­ur á vef Veitna að það sé vegna vinnu við dreifi­kerfið.

Fólki er bent á að slökkva á þeim raf­magns­tækj­um sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar raf­magn kem­ur á að nýju. Fram kem­ur að það eigi sér­stak­lega við um elda­vél­ar, mín­útugrill og fleiri hit­un­ar­tæki.

Þá er fólki ráðlagt að slökkva á viðkvæm­um tækj­um á borð við sjón­vörp.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert