Rannsaka hvort hryðjuverkamaður sé fyrirmynd

Munir sem lögreglan lagði hald á við húsleitir í tengslum …
Munir sem lögreglan lagði hald á við húsleitir í tengslum við málið. mbl.is/Hallur Már

Lög­regl­an er að rann­saka hvort ein­hver hryðju­verkamaður hafi verið fyr­ir­mynd mann­anna tveggja sem sitja í gæslu­v­arðhaldi, grunaðir um að hafa und­ir­búið hryðju­verk hér á landi.

Þetta sagði Grím­ur Gríms­son, yf­ir­lög­regluþjónn, á upp­lýs­inga­fundi lög­regl­unn­ar fyrr í dag þegar hann var spurður út í málið.

„Það er hluti af því sem er verið að rann­saka,“ sagði Grím­ur.

Hann var áður spurður hvort lög­regl­an hefði fundið gögn sem bentu til þess að menn­irn­ir tveir tengd­ust morðingj­an­um And­ers Brei­vik eða öfga­hóp­um.

Grímur Grímsson og Sveinn Ingiberg Magnússon á fundinum í dag.
Grím­ur Gríms­son og Sveinn Ingi­berg Magnús­son á fund­in­um í dag. mbl.is/​Arnþór

Grím­ur sagði að ekki yrði upp­lýst á fund­in­um um gögn­in sem lög­regl­an hefði fundið við rann­sókn  máls­ins. „Það hef­ur ekk­ert komið fram hjá okk­ur um að þeir teng­ist ákveðnum öfga­sam­tök­um eða ákveðnum ein­stak­ling­um sem fyr­ir ligg­ur að hafi gerst sek­ir um hryðju­verk,“ sagði hann.

Hvatti al­menn­ing til að láta vita

Á fund­in­um hvatti Sveinn Ingi­berg Magnús­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá embætti héraðssak­sókn­ara, al­menn­ing til að hafa sam­band við lög­regl­una, viti hann af heima­til­bún­um, þrívídd­ar­prentuðum vopn­um í um­ferð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert