Ríkislögreglustjóri sagði sig frá rannsókninni

Frá upplýsingafundinum.
Frá upplýsingafundinum. mbl.is/Arnþór

Rík­is­lög­reglu­stjóri óskaði eft­ir því við embætti rík­is­sak­sókn­ara í gær að segja sig frá rann­sókn á meint­um und­ir­bún­ingi hryðju­verka hér á landi vegna þess að ein­stak­ling­ur sem teng­ist rík­is­lög­reglu­stjóra fjöl­skyldu­bönd­um hef­ur verið nefnd­ur í sam­bandi við málið. Rík­is­sak­sókn­ari féllst á beiðnina og flutti rann­sókn­ar­for­ræði máls­ins frá rík­is­lög­reglu­stjóra yfir til embætt­is héraðssak­sókn­ara.

Þetta kom fram á upp­lýs­inga­fundi lög­reglu vegna máls­ins.

„Rík­is­lög­reglu­stjóri sagði sig frá mál­inu um leið og þess­ar upp­lýs­ing­ar lágu fyr­ir vegna mögu­legs van­hæf­is,“ sagði Sveinn Ingi­berg Magnús­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá embætti héraðssak­sókn­ara, á fund­in­um.

17 hús­leit­ir

Lög­regl­an hef­ur farið í 17 hús­leit­ir vegna máls­ins og lagt hald á um 60 muni. Við hús­leit­irn­ar fund­ust tug­ir skot­vopna, þar á meðal voru örfá þeirra þrívídd­ar­prentuð. Stór hluti var verk­smiðju­fram­leidd­ur.

Fleiri menn en þeir fjór­ir sem í upp­hafi voru hand­tekn­ir vegna máls­ins hafa verið hand­tekn­ir að und­an­förnu en eng­inn þeirra hef­ur verið úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald.

Menn­irn­ir tveir sem eru í gæslu­v­arðhaldi eru í ein­angr­un. Gæslu­v­arðhald yfir öðrum þeirra hef­ur verið fram­lengt til 6. októ­ber.

Hættu­stig vegna hryðju­verka­ógn­ar á Íslandi er enn metið lágt, að sögn Gríms Gríms­son­ar yf­ir­lög­regluþjóns.

Átta teymi að störf­um

Sveinn sagði um­fang máls­ins vera þannig að það tæki lög­reglu nokk­urn tíma að fara yfir gögn­in sem voru hald­lögð og mun­ina. Átta teymi eru að störf­um út frá mis­mun­andi þátt­um rann­sókn­ar­inn­ar. Meðal ann­ars þarf að skoða þrívídd­ar­prent­ar­ana, ra­f­ræn gögn og vopn­in sem voru hald­lögð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert