Slökkviliðið að störfum langt fram eftir morgni

Ekkert er eftir inni í húshlutanum sem brann og er …
Ekkert er eftir inni í húshlutanum sem brann og er tjónið mikið. mbl.is/Sigurður Aðalsteinsson

Slökkviliðið á Aust­ur­landi hafði í nógu að snú­ast við að hemja eld­inn sem braust út í at­vinnu­hús­næði Vasks á Eg­ils­stöðum í gær og var við störf langt fram eft­ir morgni. Slökkviliðið lauk störf­um í morg­un og af­henti lög­reglu vett­vang­inn eft­ir um það bil 14 klukku­stunda vinnu.

„Þegar við vor­um bún­ir að gera allt sem við gát­um gert þá af­hent­um við lög­reglu vett­vang­inn. Lög­regl­an tek­ur nú við og rann­sak­ar or­sak­ir brun­ans í dag,“ seg­ir Har­ald­ur Geir Eðvalds­son, slökkviliðsstjóri hjá Bruna­vörn­um á Aust­ur­landi, í sam­tali við mbl.is.

Mikið tjón

At­vinnu­hús­næðið hýsti bæði efna­laug og versl­un sem seldi alls kyns vör­ur og fatnað og því var elds­mat­ur­inn mik­ill. Aðspurður um hvort það hafi spilað inn í hversu hratt eld­ur­inn breidd­ist út seg­ir Har­ald­ur að ómögu­legt sé að segja til um það.

„Við vor­um komn­ir á vett­vang um 5-6 mín­út­um eft­ir að við feng­um út­kallið en eld­ur­inn breidd­ist afar hratt út. Það er ekk­ert inni í hús­hlut­an­um sem brann sem er eft­ir og er tjónið mikið.“

Eldurinn breiddist afar hratt út en slökkviliðið var komið á …
Eld­ur­inn breidd­ist afar hratt út en slökkviliðið var komið á vett­vang 5-6 mín­út­um eft­ir að út­kallið barst. mbl.is/​Sig­urður Aðal­steins­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert