Íslensku glæpasagnahöfundarnir Arnaldur Indriðason og Ragnar Jónasson eiga tvær af bestu bókum síðustu 50 ára í Frakklandi ef marka má könnun sem hleypt verður af stokkunum þar í landi í dag.
Útgáfan Points í Frakklandi sem sérhæfir sig í kiljum og tímaritið Le Point, sem munu vera ótengdir aðilar þrátt fyrir svipuð nöfn, ákváðu að efna til sérstakra verðlauna í tilefni af 50 ára afmæli tímaritsins. Tilnefndar eru átján bækur í þremur flokkum frá þessum tíma: skáldsögur, glæpasögur og bækur almenns efnis. Af sex glæpasögum könnumst við Íslendingar sérstaklega við tvær: Snjóblindu eftir Ragnar Jónasson og Mýrina eftir Arnald Indriðason.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.