Sorgarmiðstöðin fær 5 milljóna króna styrk

Karólína Helga Símonardóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og …
Karólína Helga Símonardóttir, stjórnarformaður Sorgarmiðstöðvarinnar, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, og Ína Ólöf Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Sorgarmiðstöðvarinnar. Ljósmynd/Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, hef­ur veitt Sorg­armiðstöðinni styrk að upp­hæð fimm millj­ón­um króna.

Í til­kynn­ingu Fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneyt­is­ins seg­ir að styrk­ur­inn sé veitt­ur til al­mennr­ar starf­semi Sorg­armiðstöðvar­inn­ar sem felst meðal ann­ars í þjón­ustu og stuðningi við syrgj­end­ur í sorgar­úr­vinnslu. Slík sorgar­úr­vinnsla miðar að því að efla og styðja við and­lega, lík­am­lega og fé­lags­lega heilsu fólks eft­ir ást­vinam­issi.

Sorg­armiðstöðin er öll­um opin og hef­ur verið starf­rækt frá ár­inu 2019. Að baki henn­ar lá sú hug­mynd að syrgj­end­ur og aðstand­end­ur þeirra gætu gengið að upp­lýs­ing­um og þjón­ustu á ein­um stað, með sím­tali, heim­sókn eða á vefsíðu.

„Þjón­usta Sorg­armiðstöðvar­inn­ar er ómet­an­leg jafnt fyr­ir syrgj­end­ur og aðstand­end­ur þeirra enda fylg­ir því að missa fólkið sitt sorg og erfiðar til­finn­ing­ar. Það er því afar gagn­legt að geta leitað á einn stað með öll þau fjöl­mörgu atriði sem upp kunna að koma við sorgar­úr­vinnslu,” sagði Guðmund­ur Ingi Guðbrands­son, fé­lags- og vinnu­markaðsráðherra, meðal ann­ars við veit­ingu styrks­ins.

Þá var Ína Ólöf Sig­urðardótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sorg­armiðstöðvar­inn­ar, afar ánægð með styrk­inn og sagði hann gefa tæki­færi á því að halda áfram því góða starfi sem unnið er í Sorg­armistöð og bæta þjón­ust­una enn frek­ar fyr­ir syrgj­end­ur á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert