Stærsta einstaka framkvæmd ríkisins á næsta ári

Frá samningsundirskriftinni í dag. (f.v.) Bergþóra Smáradóttir verkefnastjóri á framkvæmdasviði …
Frá samningsundirskriftinni í dag. (f.v.) Bergþóra Smáradóttir verkefnastjóri á framkvæmdasviði Nýs Landspítala, Aušra Vankevičiūtė Staticus, Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra og Kristín Gestsdóttir verkefnastjóri innkaupaferlis. Ljósmynd/Aðsend

Í dag und­ir­ritaði heil­brigðisráðherra, Will­um Þór Þórs­son, samn­ing Nýs Land­spít­ala ohf. við lit­há­enska út­veggja­verk­tak­ann Staticus um hönn­un, fram­leiðslu og upp­setn­ingu á út­veggj­um á nýj­an meðferðar­kjarna. Þetta er stærsta ein­staka fram­kvæmd sem ríkið ræðst í á næsta ári.

Samn­ing­ur­inn hljóðar upp á 47 millj­ón­ir evra, eða um 6,7 millj­arða, þar sem upp­setn­ing­ar­tím­inn er áætlaður um 14 mánuðir og hefst í sept­em­ber 2023. Um er að ræða eitt stærsta fjár­fest­inga­verk­efni meðferðar­kjarn­ans, en samn­ing­ur­inn er gerður í kjöl­far 15 mánaða sam­keppn­isút­boðsferl­is.

Staticus fékk þar hæstu ein­kunn úr mats­líkani og verði. Um er að ræða fullnaðar­hönn­un, fram­leiðslu, flutn­ing og upp­setn­ingu út­veggja.

„Í dag er stór dag­ur hjá Nýj­um Land­spít­ala þar sem skrifað var und­ir einn stærsta fram­kvæmda­samn­ing Nýs Land­spít­ala frá upp­hafi vegna bygg­ing­ar á nýj­um meðferðar­kjarna,” er haft eft­ir Ásbirni Jóns­syni, sviðstjóra fram­kvæmda­sviðs Nýs Land­spít­ala ohf., í til­kynn­ingu vegna samn­ings­ins.

Samningurinn við Staticus er um hönnun, framleiðslu og uppsetningu á …
Samn­ing­ur­inn við Staticus er um hönn­un, fram­leiðslu og upp­setn­ingu á út­veggj­um á nýj­an meðferðar­kjarna.

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra set­ur í til­kynn­ing­unni þetta verk­efni í sam­hengi við fram­kvæmd­ir rík­is­ins al­mennt. „Meðferðar­kjarn­inn er gríðar­stórt hús. Til að setja það í sam­hengi þá er fram­kvæmd­in við að reisa út­vegg­ina ekki aðeins sú stærsta inn­an Hring­braut­ar­verk­efn­is­ins held­ur líka stærsta ein­staka fram­kvæmd sem ríkið ræðst í á ár­inu 2023,” er haft eft­ir hon­um.

Meðferðar­kjarn­inn er stærsta bygg­ing­in í upp­bygg­ingu Nýs Land­spít­ala og mun gegna lyk­il­hlut­verki í meg­in meðferðar­starf­semi spít­al­ans. Meðferðar­kjarn­inn er hannaður út frá starf­semi bráða- og há­skóla­sjúkra­húss, með áherslu á ein­falt og skýrt fyr­ir­komu­lag ásamt greiðum leiðum milli starf­sein­inga og annarra bygg­inga. Þar verður bráðamót­taka, gjör­gæsla, skurðstof­ur, hjarta- og æðaþræðing­ar og mynd­grein­ing ásamt legu­deild­um og ann­arri stoðþjón­ustu svo sem dauðhreins­un og apó­tek fyr­ir sjúkra­húsið. Heil­brigðis­starf­semi í meðferðar­kjarna mun þannig vera hluti af ann­arri starf­semi í þeim hús­um sem þegar eru til staðar á Hring­braut­ar­lóð.  

Staticus er eitt stærsta fyr­ir­tæki í Evr­ópu á sviði út­veggja­f­ram­leiðslu. Hjá fyr­ir­tæk­inu starfa um 600 starfs­menn um all­an heim og eru með skrif­stof­ur í  Vilnius, Ósló, Stokk­hólmi, Vín, Basel og London. Fyr­ir­tækið hef­ur unnið að sam­bæri­leg­um verk­efn­um við sjúkra­hús í Osló, Stokk­hólmi og Kaup­manna­höfn.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert