„Stórt skref fyrir íslenska samtímalist“

Lilja Dögg Alfreðsdóttir.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lilja Al­freðsdótt­ir, menn­ing­ar- og viðskiptaráðherra, seg­ir kaup rík­is­ins á Norður­húsi við Aust­ur­höfn stórt skref fyr­ir ís­lenska sam­tíma­list, en í dag var greint frá því að ís­lenska ríkið hafi gengið frá kaup­samn­ingi á um sex þúsund fer­metr­um í hús­inu af Lands­bank­an­um.

Horft er til þess að sýn­ing­ar­rými verði á fyrstu hæð húss­ins á veg­um Lista­sams Íslands.

„Þetta er stórt skref fyr­ir ís­lenska sam­tíma­list og verður af þessu mik­ill sómi. Í þeirri menn­ing­ar­sókn sem við erum er hér ein­stakt tæki­færi til að tengja enn bet­ur þá menn­ing­ar­starf­semi sem fram fer í Hörpu og þetta nýja rými,“ er haft eft­ir Lilju á vef stjórn­ar­ráðsins.

Þess má geta að Lista­há­skóli Íslands mun fær­ast í Toll­húsið á kom­andi miss­er­um, sem staðsett er við hið ný­byggða rými, hand­an Geirs­göt­unn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert