„Teljum okkur vera í 100% rétti“

Flugvélar Icelandair
Flugvélar Icelandair mbl.is/Árni Sæberg

Verið er að fara yfir hversu mikið tjón varð á flug­vél Icelanda­ir eft­ir að flug­vél Kor­e­an Air rakst utan í hana á Heathrow-flug­velli í London í gær­kvöldi.

Nán­ar til­tekið þá rakst væng­endi kór­esku vél­ar­inn­ar í hliðarstél Icelanda­ir-vél­ar­inn­ar, en það er hreyf­an­lega stykkið sem er aft­an á stél­inu, að því er Guðni Sig­urðsson, upp­lýs­inga­full­trúi Icelanda­ir, grein­ir frá.

Beið eft­ir hliði

Óhappið varð á meðan ís­lenska flug­vél­in var kyrr­stæð og var að bíða eft­ir því að geta tengst hliði. Hin flug­vél­in, sem var á ak­braut, ók þá fram­hjá með þess­um af­leiðing­um.

Að sögn Guðna verður málið rann­sakað af breskri rann­sókn­ar­nefnd. Spurður hvort ekki sé lík­legt að kór­eska vél­in sé söku­dólg­ur­inn í mál­inu seg­ir Guðna allt benda til þess. „Við telj­um okk­ur vera í 100% rétti.“

Ekki þörf á áfalla­hjálp

Eng­in slys urðu á fólki við árekst­ur­inn en vél­in hrist­ist um­tals­vert, eins og komið hef­ur fram í viðtöl­um við farþega. „Þetta var minni­hátt­ar at­vik og farþegar voru ró­leg­ir. Því var metið svo að ekki væri þörf á áfalla­hjálp,“ seg­ir Guðni aðspurður.

Farþegar sem áttu flug til Íslands með flug­vél­inni sem lenti í óhapp­inu gistu á hót­eli í London í nótt. Ný ferðaáætl­un var sett upp fyr­ir hóp­inn í gær­kvöldi og flýg­ur hann til Íslands með tveim­ur flug­ferðum sem eru á áætl­un frá Heathrow ann­ars veg­ar og Gatwick hins veg­ar. Bæði flug­in voru á áætl­un í há­deg­inu í dag.

Far­ang­ur­inn enn um borð

Spurður út í far­ang­ur farþeg­anna sem voru um borð í vél­inni í gær seg­ir Guðni að við flug­at­vik á borð við þetta sé farþegum hleypt frá borði en lög­regl­an taki vél­ina og allt sem í henni er í sína vörslu.

Flug­vél­in er enn til rann­sókn­ar hjá lög­reglu og sit­ur á stæði við flug­stöðina. Icelanda­ir bíður eft­ir því að lög­regla gefi leyfi til að færa far­ang­ur­inn frá borði.

„Starfsmaður á okk­ar veg­um er á leiðinni til London til þess að aðstoða við að greiða úr mál­inu og koma far­angr­in­um sem allra fyrst í hend­ur farþega en ljóst er að það ger­ist ekki fyrr en lög­regla hef­ur gefið leyfi til þess,“ seg­ir Guðni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert