„Þessir atburðir færa ógnina mjög nærri okkur“

Forsætisráðherra þakkaði Þorgerði fyrir að vekja máls á varnarmálum landsins.
Forsætisráðherra þakkaði Þorgerði fyrir að vekja máls á varnarmálum landsins. Samsett

Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra kveðst fylgj­ast grannt með fram­vindu mála er varða skemmd­ar­verk á gas­leiðslum í Eystra­salt­inu und­an­farið.

„Þess­ir at­b­urðir færa ógn­ina mjög nærri okk­ur sem nú steðjar að. Við höf­um fylgst grannt með þess­um at­b­urðum og verið í sam­skipt­um við ná­granna­ríki okk­ar um aðgerðir og viðbúnað,“ sagði Katrín í ræðustól Alþing­is, en þjóðarör­ygg­is­mál voru til umræðu í dag á þing­inu.

Spurði þar Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, formaður Viðreisn­ar, for­sæt­is­ráðherra hvernig hún sæi fyr­ir sér að Ísland tæki til sín af meiri krafti á vett­vangi NATO í ljósi sam­eig­in­legr­ar yf­ir­lýs­ing­ar Norður­landa­ríkj­anna þann 15. ág­úst.

„Nú er ein­mitt mik­il­vægt að við horf­um fram í tím­ann og met­um stöðu Íslands í nýju ljósi, spyrj­um okk­ur hvað megi bæta og hvað þurfi að gera, rétt eins og ná­granna­rík­in hafa gert í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar,“ sagði Þor­gerður.

Þorgerður spurði út í netöryggismál og aðkomu þingsins að öryggismálum, …
Þor­gerður spurði út í netör­ygg­is­mál og aðkomu þings­ins að ör­ygg­is­mál­um, í dag væri eng­in trygg aðkoma þess. mbl.is/​Há­kon

Hef­ur lagt áherslu að efla þjóðarör­ygg­is­ráð

For­sæt­is­ráðherra sagðist þeirr­ar skoðunar að þjóðarör­ygg­is­stefn­an sem var samþykkt árið 2016 hefði sannað gildi sitt á síðustu sex árum, þar megi helst nefna lög um þjóðarör­ygg­is­ráð. Þakkaði hún jafn­framt Þor­gerði fyr­ir að vekja máls á varn­ar­mál­um lands­ins.

„Ég hef lagt á það mikla áherslu í rík­is­stjórn­artíð minni að efla starf þessa ráðs og þar hef­ur verið unn­in mik­il vinna und­an­far­in fjög­ur ár við að fylgja eft­ir öll­um þátt­um þjóðarör­ygg­is­stefn­unn­ar.“

Bætti hún við að lagn­ing hins nýja sæ­strengs; Íris­ar, væri mik­il­væg­ur áfangi í að efla fjar­skipta­ör­yggi Íslands.

Katrín svaraði um hæl og sagði ríkisstjórnina ekki hafa metið …
Katrín svaraði um hæl og sagði rík­is­stjórn­ina ekki hafa metið sem for­gangs­atriði að her­stöð væri hér á landi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Her­stöð ekki for­gangs­mál

Þor­gerður tók aft­ur til máls og spurði út í netör­ygg­is­mál og aðkomu þings­ins að ör­ygg­is­mál­um, í dag væri eng­in trygg aðkoma þings­ins.

„Ut­an­rík­is­ráðherra get­ur ákveðið á morg­un að fara í það að ákveða til dæm­is bók­an­ir við varn­ar­samn­ing­inn eða taka risa­stór­ar ákv­arðanir. Þetta þarf að at­huga,“ sagði hún og bætti við að hún vildi skýr­ari svör varðandi kosti og galla viðvar­andi veru varn­ar­liðs hér á landi.

„Hvaða mat hef­ur átt sér stað, hverj­ir eru kost­ir og gall­ar varðandi fæl­ing­ar­mátt, og svo fram­veg­is, eða hef­ur þetta ekki verið rætt inn­an rík­is­stjórn­ar og er samstaða um þetta?“

Katrín svaraði um hæl og sagði rík­is­stjórn­ina ekki hafa metið sem for­gangs­atriði að her­stöð væri hér á landi. „Það er eitt­hvað sem ég hef meðal ann­ars rætt á vett­vangi Atlants­hafs­banda­lags­ins og ekki fengið kröfu um það.“

Myndin sýnir fyrri gasleka úr gasleiðslunum í Eystrasaltinu.
Mynd­in sýn­ir fyrri gas­leka úr gas­leiðsl­un­um í Eystra­salt­inu. AFP

Þing­menn flest­ir sam­mála um NATO

Logi Ein­ars­son formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar skarst í leik­inn og sagðist ekki þeirr­ar skoðunar að inn­rás­in í Úkraínu kallaði á alls­herj­ar­end­ur­mat á þjóðarör­ygg­is­stefn­unni.

Stefán Vagn Stef­áns­son, þingmaður Fram­sókn­ar, sagði að við byggj­um í breytt­um heimi, og end­ur­mat á varn­ar­stöðu lands­ins kallaði á umræðu, stefnu­mót­un og stjórn­sýslu sem snúi að ör­ygg­is- og varn­ar­mál­um.

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, tók til máls og sagði breytt­an veru­leika í ör­ygg­is­um­hverfi okk­ar kallaði á að öll banda­lags­ríki NATO leggi meira af mörk­um.

„Við verðum vör við það í sam­töl­um okk­ar við sam­starfsþjóðir okk­ar í NATO hversu mik­ils fram­lag okk­ar og samstaða er metið,“ sagði hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert