Þolandi hafi ekki viljað fara lengra með málið

Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands, segir að hljómsveitin hafi tekið mál er varðar meint kynferðisbrot fyrrverandi tónlistarstjóra alvarlega þegar það kom fyrst inn á borð stjórnenda.

Bjarni Frímann Bjarnason, tónlistarmaður, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri SÍ, hefði brotið á sér kynferðislega. Bjarni sagðist hafa greint stjórnendum frá málinu en að því hefði verið stungið undir stól.

„Við viljum aðstoða fólk á þess forsendum og bregðumst við málum í samræmi við óskir þolenda eftir fremsta megni,“ segir Lára.

Tilefni sé til að skoða málið að nýju

Bjarni sagðist hafa greint Láru frá málinu þegar hún hóf störf hjá SÍ. Sagði hann einnig að þrátt fyrir vitneskju stjórnenda hefði hann þurft að starfa áfram með Árna.

„Við erum með mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir innan hljómsveitarinnar til að taka á málum sem þessum, en ef þolandi vill ekki að farið sé lengra með málið þá getur það takmarkað möguleika sem við höfum í stöðunni,“ segir Lára.

„Þannig leit málið við mér líka,“ segir Lára, spurð hver staðan hefði verið þegar hún tók við starfi framkvæmdastjóra.

Hún telur þó tilefni til að skoða málið að nýju, miðað við færslu Bjarna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert