Þolandi hafi ekki viljað fara lengra með málið

Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Lára Sóley Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands. mbl.is/Árni Sæberg

Lára Sól­ey Jó­hanns­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar Íslands, seg­ir að hljóm­sveit­in hafi tekið mál er varðar meint kyn­ferðis­brot fyrr­ver­andi tón­list­ar­stjóra al­var­lega þegar það kom fyrst inn á borð stjórn­enda.

Bjarni Frí­mann Bjarna­son, tón­list­armaður, greindi frá því í dag að Árni Heim­ir Ing­ólfs­son, fyrr­ver­andi tón­list­ar­stjóri SÍ, hefði brotið á sér kyn­ferðis­lega. Bjarni sagðist hafa greint stjórn­end­um frá mál­inu en að því hefði verið stungið und­ir stól.

„Við vilj­um aðstoða fólk á þess for­send­um og bregðumst við mál­um í sam­ræmi við ósk­ir þolenda eft­ir fremsta megni,“ seg­ir Lára.

Til­efni sé til að skoða málið að nýju

Bjarni sagðist hafa greint Láru frá mál­inu þegar hún hóf störf hjá SÍ. Sagði hann einnig að þrátt fyr­ir vitn­eskju stjórn­enda hefði hann þurft að starfa áfram með Árna.

„Við erum með mjög trausta ferla og viðbragðsáætlan­ir inn­an hljóm­sveit­ar­inn­ar til að taka á mál­um sem þess­um, en ef þolandi vill ekki að farið sé lengra með málið þá get­ur það tak­markað mögu­leika sem við höf­um í stöðunni,“ seg­ir Lára.

„Þannig leit málið við mér líka,“ seg­ir Lára, spurð hver staðan hefði verið þegar hún tók við starfi fram­kvæmda­stjóra.

Hún tel­ur þó til­efni til að skoða málið að nýju, miðað við færslu Bjarna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert