Þremenningarnir úr Flokki fólksins

Brynjólfur Ingvarsson, Jón Hjaltason og Hjörleifur Hallgríms Herbertsson.
Brynjólfur Ingvarsson, Jón Hjaltason og Hjörleifur Hallgríms Herbertsson. Samsett mynd

Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, varabæjarfulltrúi er skipaði 22. sæti lista Flokks fólksins á Akureyri, hefur verið rekinn úr flokknum. Þá hafa oddviti flokksins, Brynjólfur Ingvarsson, og Jón Hjaltason, varabæjarfulltrúi er skipaði 3. sæti, sagt sig úr flokknum.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu stjórnar Flokks fólksins.

„Að kalla varabæjarfulltrúa og flokkssystur sínar „svikakvensur“, ítrekað í fjölmiðlum, segja þær ekki heilbrigðar og önnur ósæmileg ummæli eru að mati stjórnar Flokks fólksins til þess fallin að valda vanlíðan, særa og ærumeiða viðkomandi,“ segir í yfirlýsingunni um Hjörleif.

Því hefur stjórn ákveðið að svipta hann félagsaðild að Flokki fólksins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert