Þrettán handverksbrugghús eru komin með leyfi frá sýslumanninum á Suðurlandi til að selja eigin framleiðslu út af framleiðslustað.
Þetta kemur fram í svari sýslumanns við fyrirspurn mbl.is. Smiðjan brugghús, í Vík, varð í júlí síðastliðnum fyrsta brugghúsið sem fékk í hendurnar leyfi til að selja bjór á framleiðslustað í samræmi við breytt lög um smásölu áfengis.
Brugghúsin sem hafa fengið leyfi eru eftirtalin:
Misjafnt er hvað leyfisferlið tekur langan tíma, segir einnig í svari sýslumanns. Embættið sendir umsóknir til umsagnar til sveitarfélaga þar sem ferlið tekur mislangan tíma.
„Sveitarfélögin þurfa að taka afstöðu til 5 atriða í umsögn sinni og þurfa að kalla eftir upplýsingum frá t.d. heilbrigðiseftirliti og slökkviliði. Stysti tíminn hingað til hefur verið 8 dagar, frá því að sótt var um leyfi og þangað til það var gefið út,“ segir í svarinu.