Uppbygging malasíska athafnamannsins Loos Eng Wah á ferðaþjónustu á Leyni 2 og 3 í Landsveit er enn á ný komin á ís. Skipulagsstofnun sendi frá sér endurskoðaða ákvörðun í júní um mat á því hvort uppbygging hans þyrfti að fara í umhverfismat. Niðurstaðan var að ekki þyrfti umhverfismat. Nágrannar Loos, sem hafa barist gegn uppbyggingunni, kærðu þessa endurskoðuðu ákvörðun Skipulagsstofnunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og nú er niðurstöðu hennar beðið.
Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hefur Loo síðustu þrjú ár unnið að uppbyggingu á svæðinu. Þar á að reisa allt að 200 fermetra þjónustuhús fyrir tjaldsvæði, allt að 800 fermetra byggingu fyrir veitingastað, verslun, móttöku og fleira og allt að 45 gestahús á einni hæð, sum þeirra 60 fermetra að stærð og kúluhús við hvert og eitt.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.