Í dag er spáð austlægum og suðaustlægum áttum 5–13 m/s, en upp í 18 m/s með suðurströndinni, til að mynda undir Eyjafjöllum og í Öræfum. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Þar kemur einnig fram að vætusamt verður um allt land í dag en að mestu verður þó þurrt norðaustanlands þar til í kvöld þegar smá væta verður þar.
Þá er spáð 5 til 11 stiga hita yfir daginn.
Á morgun snýst aftur á móti til norðaustlægrar áttar með rigningu víða en þurrt verður suðvestanlands. Hvassast verður og úrkomusamast á Vestfjörðum en þar er spáð 13–18 m/s.