Ættartengsl ríkislögreglustjóra ekki óþægileg

Jón Gunnarsson segir mál sem þetta alltaf geta komið upp.
Jón Gunnarsson segir mál sem þetta alltaf geta komið upp. mbl.is/Kristinn Magnússon

Jón Gunn­ars­son dóms­málaráðherra seg­ir það ekki óþægi­legt fyr­ir embætti rík­is­lög­reglu­stjóra að rík­is­lög­reglu­stjóri teng­ist fjöl­skyldu­bönd­um ein­stak­lingi, sem nefnd­ur hef­ur verið í tengsl­um við rann­sókn á ætluðum und­ir­bún­ingi hryðju­verka hér á landi.

„Það er ekki mitt mat að það sé eitt­hvað óþægi­legt við það. Svona get­ur komið upp og það eru for­dæmi fyr­ir öllu í þessu. Þetta á ör­ugg­lega eft­ir að koma upp aft­ur og þá er aðal­atriðið að fólk bregðist við með viðeig­andi hætti og að það séu eng­ir hags­mun­ir að skar­ast í þeim efn­um. Það er stóra málið í þessu,“ seg­ir Jón í sam­tali við mbl.is.

Sig­ríður Björk Guðjóns­dótt­ir rík­is­lög­reglu­stjóri sagði sig frá rann­sókn máls­ins eft­ir að nafn föður henn­ar, Guðjóns Valdi­mars­son­ar, kom upp í tengsl­um við rann­sókn­ina. Fram hef­ur komið að lög­regl­an hafi gert hús­leit á heim­ili hans.

Nýt­ur áfram fulls trausts

Jón seg­ir stöðu Sig­ríðar Bjark­ar ekki hafa breyst og hún njóti fulls trausts hans.

„Hún gerði grein fyr­ir þess­ari stöðu. Hún hef­ur sagt sig frá mál­inu og það er ann­ar yf­ir­maður sem sér um þetta mál og þar stend­ur þetta. Þetta er ekk­ert á mínu borði,“ seg­ir Jón jafn­framt.

Aðspurður hvort Sig­ríður Björk hafi gengið á hans fund og greint hon­um frá mál­inu, seg­ir Jón:

„Hún greindi frá þessu sam­kvæmt regl­um, sem henni ber að gera. Hún grein­ir rík­is­sak­sókn­ara frá þessu og seg­ir sig frá mál­inu. Hún ger­ir það sem henni ber að gera þegar svona aðstæður koma upp, sem geta alltaf komið upp.“

Jón vill ekki gefa upp hvenær hann frétti sjálf­ur af mál­inu. Hann er stadd­ur er­lend­is á fund­um. Sam­kvæmt því sem kom fram á upp­lýs­inga­fundi lög­regl­unn­ar í gær komu tengsl­in í ljós í fyrra­dag. Strax í kjöl­farið mun Sig­ríður Björk hafa óskað eft­ir því við rík­is­sak­sókn­ara að segja sig frá mál­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert