Einn milljarður í Strætó og níu í rafbíla

Tugir milljarða hafa farið í að niðurgreiða rafbíla á síðustu …
Tugir milljarða hafa farið í að niðurgreiða rafbíla á síðustu árum. Samsett mynd

Hægt hefði verið að gera stræt­is­vagnaþjón­ustu á Íslandi gjald­frjálsa ef ríkið hefði varið 1,8 millj­örðum meira í niður­greiðslu í fyrra.

Þetta kem­ur fram í sam­an­tekt sem Alþýðusam­band Íslands, ASÍ, birti á vef sín­um í gær.

Þar er vak­in at­hygli á því að ís­lensk stjórn­völd hafi sett einn millj­arð króna í rekst­ur Strætó bs. árið 2021, en níu millj­arða í niður­greiðslur á raf­magns- og ten­gilt­vinn­bif­reiðum.

27,5 millj­arðar og gagn­ast helst þeim efna­meiri

Ríkið veitti alls 27,5 millj­örðum í skattaí­viln­an­ir vegna „vist­vænna öku­tækja“ á ár­un­um 2012-2022.

Í niður­stöðum frá Hag­fræðistofn­un Há­skóla Íslands seg­ir að íviln­an­ir vegna raf­bíla­kaupa gagn­ist helst efna­meiri hóp­um og er aðgerðin tal­in þjóðhags­lega óhag­kvæm. 

Fólk með lægri tekj­ur hef­ur þá mun minni mögu­leika á að festa kaup á slík­um bíl­um, sem eru tald­ir vist­vænni en þeir bíl­ar sem eru ein­göngu knúðir áfram af bens­íni eða dísi­lol­íu.

Tekju­lægri hóp­ar noti al­menn­ings­sam­göng­ur í meiri mæli en tekju­hærri hóp­ar.

Eng­in lofts­lagsaðgerð jafn dýr

Í grein ASÍ seg­ir einnig að eng­in lofts­lagsaðgerð stjórn­valda beri jafn mik­inn kostnað og íviln­an­ir vegna nýorku­bíla. Þá er kol­efn­is­fót­spor raf­bíla mun meira en kol­efn­is­fót­spor al­menn­ings­sam­gangna.

Far­gjöld Strætó hafa auk­ist jafnt og þétt á und­an­förn­um árum, en á þriðju­dag var greint frá því að Strætó ætli að hækka gjöld um 12,5 pró­sent um mánaðamót­in.

Far­gjöld námu 21% tekna Strætó í fyrra en það eru um 1,8 millj­arðar króna og eins og áður seg­ir hefði með því auka fjár­magni verið hægt að gera þjón­ust­una gjald­frjálsa, að öðru óbreyttu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert