Engin leið að virða persónuvernd og gæta sóttvarna

Hjalti Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni, segir það ekki vandamál að …
Hjalti Már, yfirlæknir á bráðamóttökunni, segir það ekki vandamál að fólk leiti á bráðamóttöku að óþörfu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mjög mikið álag á bráðamót­töku Land­spít­al­ans í Foss­vogi, sem greint var frá fyrr í dag, er ekki til­komið vegna þess að fleiri leita þangað en venju­lega. Fyrst og fremst er um að ræða mann­eklu meðal hjúkr­un­ar­fræðinga, að sögn Hjalta Más Björns­son­ar, yf­ir­lækn­is á bráðamót­tök­unni. Það sé ekki vanda­mál að fólk leiti á bráðamót­tök­una að óþörfu.

Í til­kynn­ingu frá Land­spít­al­an­um í morg­un kom fram að nauðsyn­legt gæti reynst að for­gangsraða eft­ir bráðleika og vísa fólki í önn­ur úrræði. Þá var fólk hvatt til að leita annað vegna væg­ari slysa og veik­inda.

Bara venju­legt ástand í sam­fé­lag­inu

Hjalti seg­ir að álagið ætti ekki að vera meira en venju­lega, þar sem ekki komi fleiri á bráðamót­tök­una en í venju­legu ár­ferði.

„Það er bara venju­legt ástand í sam­fé­lag­inu núna. Ég minni á að bráðaþjón­usta þarf alltaf að hafa viðbragð til þess að bregðast við álag­stopp­um. Á venju­leg­um degi ætti bráðamót­tak­an að vera hálf­tóm og ró­leg, til þess að við get­um veitt skjóta bráðaþjón­ustu, en þannig er þetta því miður ekki,“ seg­ir Hjalti í sam­tali við mbl.is.

„Und­ir­mönn­un­in er bara þannig að við höf­um ekki þá starfs­krafta sem þarf til að sinna þessu eins vel og við vilj­um,“ bæt­ir hann við.

Mjög mikið álag er nú á bráðamóttökunni vegna undirmönnunar.
Mjög mikið álag er nú á bráðamót­tök­unni vegna und­ir­mönn­un­ar. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Erfitt að sinna þeim verk­efn­um sem þarf

Hjalti bend­ir á að ekki hafi verið brugðist við því í lang­an tíma að byggja upp heil­brigðisþjón­ust­una á Íslandi. Því sé orðið mjög erfitt að sinna þeim verk­efn­um sem þurfi að sinna í dag, hvort held­ur sem eru á bráðamót­töku, lækna­vakt, heilsu­gæslu og víðar.

Kvarn­ast hafi veru­lega úr hópi hjúkr­un­ar­fræðinga á bráðamót­tök­unni, en unnið sé að því hörðum hönd­um inn­an stjórn­ar spít­al­ans og ráðuneyt­is­ins að leysa úr því.

„Það hef­ur hingað til ekki gengið nógu hratt til að við náum að leysa úr stöðunni. Þess vegna er bráðamót­tak­an því miður und­ir­mönnuð eins og er. Þar er starfs­fólk að gera sitt besta til að sinna öll­um og sér­stak­lega leggja áherslu á þau sem eru bráðveik og al­var­lega slösuð.“

Sjúk­ling­um hætta búin

Spurður hvort ástandið sé þannig að sjúk­ling­um sé hætta búin, seg­ir Hjalti:

„Það er löngu búið að lýsa því yfir að mönn­un í heil­brigðis­kerf­inu er með þeim hætti að það er ekki hægt að veita full­nægj­andi þjón­ustu og það fel­ur í sér að sjúk­ling­um er hætta búin. Það er eng­in leið að sinna sjúk­ling­um inn­an tíma­marka með viðeig­andi virðingu fyr­ir per­sónu­vernd, með því að taka sjúkra­sögu á gang­in­um, eða gæta með full­nægj­andi hætti að sótt­vörn­um.“

Mikilvægt er að fólk leiti á bráðamóttöku telji það lífshættulegt …
Mik­il­vægt er að fólk leiti á bráðamót­töku telji það lífs­hættu­legt eða hættu­legt ástand í gangi. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Hann hef­ur áhyggj­ur af því að ástandið eigi eft­ir að versna enn frek­ar.

„Ég hef því miður áhyggj­ur af því að það muni enn kvarn­ast úr hópi hjúkr­un­ar­fræðinga á deild­inni og það er afar brýnt að það sé brugðist við því. Hlustað á at­huga­semd­ir hjúkr­un­ar­fræðinga, sem þarf til að hægt sé að reka þessa þjón­ustu með full­nægj­andi hætti.“

Hjalti seg­ir það ekki vanda­mál að fólk sé að leita á bráðamót­tök­una að óþörfu. „Flest þeirra sem koma til okk­ar þurfa þess. Við minn­um á að ef fólk held­ur að það sé lífs­hættu­legt eða hættu­legt ástand í gangi, eða ef það er með bráðal­var­leg ein­kenni, þá á það ekki að hika við að koma á bráðamót­töku. Hins veg­ar ef það er með þekkt­an vanda þá er yf­ir­leitt alltaf betra að leita í sér­hæfðari þjón­ustu. Bráðamót­tak­an er fyr­ir bráð og óljós ein­kenni.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert