Fjölga fólki í kynferðisbrotadeild

Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar.
Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn og yfirmaður kynferðisbrotadeildar. Ljósmynd/Almannavarnir

Töluvert hefur verið bætt í mannafla í kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu til þess að ráða bót á löngum málsmeðferðartíma.

„Það er alltaf vilji til þess að bæta hlutina og það kemur bersýnilega fram í skýrslunni að við höfum verið að glíma við mikla manneklu í kjölfar þess að þessum málum hefur fjölgað,“ segir Ævar Pálmi Pálmason, yfirmaður kynferðisbrotadeildar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Hann er jafnframt einn höfunda að skýrslu starfshóps ríkissaksóknara um málsmeðferðartíma kynferðisbrotamála sem greint var frá í Morgunblaðinu í gær.

Fjölgað hefur verið um þrjá rannsóknarlögreglumenn hjá kynferðisbrotadeildinni og þá eiga, að sögn Ævars, í næsta mánuði að vera sextán stöðugildi helguð rannsóknum á kynferðisbrotum. 

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert