Árekstur varð á milli tveggja bifreiða á brúnni yfir Suðurlandsveg. Brúin liggur frá Bæjarhálsi yfir í Hádegismóa.
Samkvæmt sjónarvottum var áreksturinn mjög harður og eru bílarnir illa farnir.
Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var sjúkrabifreið send á staðinn en ekki þurfti að flytja neinn af vettvangi á spítala eftir skoðun.
Dælubíll slökkviliðsins beið á vettvangi eftir að bílarnir voru fjarlægðir en hreinsa þarf veginn af braki og olíu.