Hefði viljað eftirfylgni með bótaþegum

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 3:08
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 3:08
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

Um­sjón­ar­maður sann­girn­is­bóta seg­ir að eng­in eft­ir­fylgni eigi sér stað eft­ir að bæt­ur eru greidd­ar til ein­stak­linga sem dvöldu á vistheim­il­um hins op­in­bera á síðustu öld. Hall­dór Þorm­ar Hall­dórs­son tel­ur að rétt hefði verið að fylgja mál­um eft­ir. Hann bend­ir á að bæt­urn­ar séu sátt­ar­boð og hugsaðar til að hjálpa fólki að fóta sig í líf­inu. Hall­dór er gest­ur Dag­mála í dag og lýs­ir þar meðal ann­ars þeirri skoðun sinni að rétt hefði verið að setja upp ein­hvers kon­ar eft­ir­fylgni í þess­um mál­um.

Hann var einnig talsmaður þess að út­færa hefði mátt sátt­ar­boðið með öðrum hætti en bara pen­inga­greiðslu. Þar nefn­ir þá leið sem far­in var í Ástr­al­íu og Kan­ada í sam­bæri­leg­um mál­um. Þar hef­ur verið boðið upp á fé­lags­leg úrræði, sál­fræðiþjón­ustu og hús­næðislán á sér­stök­um kjör­um.

Hann hef­ur oft orðið vitni að því þegar ein­stak­ling­ar hafa opnað bréfið sem inni­fel­ur sátt­ar­boð rík­is­ins. Hann seg­ir að vænt­ing­ar fólks hafi verið allt frá því að bú­ast ekki við neinu yfir í að það væri að fá gríðarleg­ar fjár­hæðir. Þetta hafi því bæði verið von­brigði og einnig fal­leg stund, allt eft­ir vænt­ing­um hvers og eins.

Hall­dór er eins og fyrr seg­ir gest­ur Dag­mála í dag og með þess­ari frétt fylg­ir brot úr þætt­in­um. Hann er aðgengi­leg­ur í heild sinni fyr­ir áskrif­end­ur Morg­un­blaðsins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert