Kviknaði í vinnulyftu á sjöttu hæð

Eldurinn kom upp á Háaleitisbraut.
Eldurinn kom upp á Háaleitisbraut. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkviliðið var kallað út fyrr í dag vegna elds sem kom upp í vinnulyftu utan á húsi við Háaleitisbraut.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu stoppaði lyftan í sex metra hæð og kviknaði þá í henni en einn maður var í lyftunni.

Það mun hafa gengið fljótt að eiga við eldinn og voru iðnaðarmenn sem voru að störfum við húsið búnir að slökkva eldinn þegar slökkviliðið mætti á staðinn.

Slökkviliðið hjálpaði manninum að komast úr lyftunni en hann sakaði ekki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert