Lúsmýbitum fjölgaði verulega

Aukningin var mest á Norðurlandi. En á myndinni má sjá …
Aukningin var mest á Norðurlandi. En á myndinni má sjá áverka eftir lúsmýbit. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hátt í þrír af hverjum tíu fullorðnum landsmönnum telja sig hafa verið bitna af lúsmý á Íslandi í sumar. Þetta eru tvöfalt fleiri en þegar spurt var fyrir þremur árum. 

Þetta kemur fram í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. 

Þar segir, að fleiri íbúar landsbyggðarinnar en höfuðborgarsvæðisins telja sig hafa verið bitna af lúsmýi í sumar, eða nær þriðjungur á á móti ríflega fjórðungi höfuðborgabúa. Gallup segir að þetta sé breyting frá því fyrir þremur árum þegar bitin voru tvöfalt algengari í höfuðborgarsvæðinu en á landsbyggðinni. 

Fram kemur, að aukningin hafi verið mest á Norðurlandi. Hlutfall þeirra sem telja sig hafa verið bitna af lúsmýi hefur hækkað um 28 prósentustig í Norðvesturkjördæmi og 25 prósentusig í Norðausturkjördæmi.

Það hefur hækkað um 19 prósentustig í Suðurkjördæmi, 9 prósentustig í Suðvesturkjördæmi og 10 prósentustig á höfuðborgarsvæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert