Meðalhiti sumarsins var 9,2 stig

Sumarið þótti í kaldara lagi, eins og landsmenn hafa eflaust …
Sumarið þótti í kaldara lagi, eins og landsmenn hafa eflaust tekið eftir. mbl.is/Hákon

Meðal­hiti sum­ars­ins reikn­ast 9,2 stig. Það er í kald­ara lagi miðað við það sem al­geng­ast hef­ur verið síðustu ára­tugi, en hefði samt tal­ist hlýtt á „kalda“ tíma­bil­inu 1965 til 1995.

Þetta skrif­ar Trausti Jóns­son veður­fræðing­ur á bloggsíðu sína, þar sem hann fjall­ar um „veður­stofu­sum­arið“, sem er nú að ljúka en það tek­ur yfir mánuðina júní til sept­em­ber.

Trausti bend­ir á að á landsvísu hafi sum­arið 2014 verið það hlýj­asta á þess­ari öld.

„Fá­ein enn hlýrri sum­ur komu á fyrra hlý­skeiði, en mun­ur­inn samt sá að þá virðist breyti­leiki frá ári til árs hafa verið öllu meiri en að und­an­förnu. Við sjá­um að fjöl­mörg sum­ur voru þá kald­ari en það sem nú er (nær) liðið,“ skrif­ar Trausti. 

Hann seg­ir einnig frá því, að fyrsta sum­ar nú­ver­andi hlý­skeiðs virðist hafa verið árið 1996.

„Það var ekki síst sér­lega hlýr sept­em­ber sem kom því í það sæti. Næstu tvö sum­ur á eft­ir, 1997 og 1998, féllu nær hinu venju­lega ástandi kulda­skeiðsins, en síðan hlýnaði veru­lega, sér­stak­lega eft­ir 2001.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert