Missti æfingabrúðu og fær bætur

Slökkviliðsmaðurinn fékk tak í bakið eftir að hafa tekið upp …
Slökkviliðsmaðurinn fékk tak í bakið eftir að hafa tekið upp æfingarbrúðu í þrekprófi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðsmanni hjá Isavia hafa verið dæmdar bætur í Landsrétti vegna líkamstjóns sem hann hlaut eftir að hann missti æfingabrúðu og hrasaði í þrekprófi í starfi sínu. Afleiðingar slyssins voru metnar til 7% örorku. 

Fékk hann tak í neðri hluta baks er hann lyfti upp 80 kílógramma brúðu, eftir að hafa misst hana. Átti maðurinn að flytja brúðuna um 30 metra vegalengd, klæddur eldgalla með reykköfunartæki á bakinu og þyngingarvesti, sem samtals vógu 23 kílógrömm.

Dómi héraðsdóms snúið við

Héraðsdómur hafði áður sýknað Isavia ohf. og Vörð tryggingar hf., og gert manninum að greiða 750.000 krónur í málskostnað.

Landsréttur hefur aftur á móti nú gert Isavia og Verði að greiða manninum þrjár milljónir í málskostnað auk þess sem bótaskylda Isavia var viðurkennd, auk réttar mannsins til bóta úr frjálsri ábyrgðartryggingu Isavia, hjá Verði tryggingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert