Missti æfingabrúðu og fær bætur

Slökkviliðsmaðurinn fékk tak í bakið eftir að hafa tekið upp …
Slökkviliðsmaðurinn fékk tak í bakið eftir að hafa tekið upp æfingarbrúðu í þrekprófi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðsmanni hjá Isa­via hafa verið dæmd­ar bæt­ur í Lands­rétti vegna lík­ams­tjóns sem hann hlaut eft­ir að hann missti æf­inga­brúðu og hrasaði í þrek­prófi í starfi sínu. Af­leiðing­ar slyss­ins voru metn­ar til 7% ör­orku. 

Fékk hann tak í neðri hluta baks er hann lyfti upp 80 kíló­gramma brúðu, eft­ir að hafa misst hana. Átti maður­inn að flytja brúðuna um 30 metra vega­lengd, klædd­ur eld­galla með reykköf­un­ar­tæki á bak­inu og þyng­ing­ar­vesti, sem sam­tals vógu 23 kíló­grömm.

Dómi héraðsdóms snúið við

Héraðsdóm­ur hafði áður sýknað Isa­via ohf. og Vörð trygg­ing­ar hf., og gert mann­in­um að greiða 750.000 krón­ur í máls­kostnað.

Lands­rétt­ur hef­ur aft­ur á móti nú gert Isa­via og Verði að greiða mann­in­um þrjár millj­ón­ir í máls­kostnað auk þess sem bóta­skylda Isa­via var viður­kennd, auk rétt­ar manns­ins til bóta úr frjálsri ábyrgðartrygg­ingu Isa­via, hjá Verði trygg­ing­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert