Sólför Hrafns Jökulssonar

Kista Hrafns var smíðuð úr rekavið úr Trékyllisvík.
Kista Hrafns var smíðuð úr rekavið úr Trékyllisvík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Útför Hrafns Jök­uls­son­ar, rit­höf­und­ar og blaðamanns, var gerð frá Hall­gríms­kirkju að viðstöddu miklu fjöl­menni í dag.

Hrafn kaus að nefna út­för­ina sól­för og hafði beðið fólk um að mæta í klæðnaði sem ekki væri svart­ur.

Séra Bjarni Karls­son jarðsöng en lík­menn voru Þór­hild­ur Helga Hrafns­dótt­ir, Sig­ur­laug Jóns­dótt­ir (Didda), Kristjón Kor­mák­ur Guðjóns­son, Þór­ar­inn Þór­ar­ins­son, Ró­bert Lag­erman, Þor­steinn Máni Hrafns­son, Örn­ólf­ur Hrafns­son, Árni H. Kristjáns­son, Guðfríður Lilja Grét­ars­dótt­ir og Kol­brá Hösk­ulds­dótt­ir.

Athöfnin fór fram í Hallgrímskirkju.
At­höfn­in fór fram í Hall­gríms­kirkju. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son

Gunn­hild­ur Halla Guðmunds­dótt­ir selló­leik­ari opnaði at­höfn­ina. Þá sungu Ragn­heiður Grön­dal og Valdi­mar Guðmunds­son, og Guðmund­ur Pét­urs­son gít­ar­leik­ari og Davíð Þór Jóns­son pí­anó­leik­ari sáu um und­ir­spil. 

Fjöl­marg­ir minnt­ust Hrafns í dag í minn­ing­ar­grein­um í Morg­un­blaðinu en hann lést þann 17. sept­em­ber síðastliðinn eft­ir skamma bar­áttu við krabba­mein í hálsi.

Össur Skarp­héðins­son flutti ræðu við út­för­ina og ger­ir henni skil hér að neðan. Á eft­ir fylgja fleiri mynd­ir frá at­höfn­inni.

Össur segir það hafa verið mjög erfitt að halda ræðuna.
Össur seg­ir það hafa verið mjög erfitt að halda ræðuna. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Ragnheiður Gröndal söng við útförina.
Ragn­heiður Grön­dal söng við út­för­ina. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Þórhildur Helga Hrafnsdóttir, dóttir Hrafns.
Þór­hild­ur Helga Hrafns­dótt­ir, dótt­ir Hrafns. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
Viðar Eggertsson flutti ljóð eftir Hrafn.
Viðar Eggerts­son flutti ljóð eft­ir Hrafn. mbl.is/​Krist­inn Magnús­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert