Þau sem geta leiti annað en á bráðamóttökuna

Mjög mikið álag er nú á bráðamóttökunni.
Mjög mikið álag er nú á bráðamóttökunni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikið álag er nú á Land­spít­al­an­um, þá sér­stak­lega á bráðamót­töku Foss­vogi, og get­ur reynst nauðsyn­legt að for­gangsraða eft­ir bráðleika og vísa fólki annað ef mögu­legt er, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Land­spít­al­an­um.

„Fólk sem leit­ar á bráðamót­tök­una í Foss­vogi vegna væg­ari slysa eða veik­inda get­ur bú­ist við langri bið eft­ir þjón­ustu og ætti þess vegna að reyna að leita annað,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Vegna væg­ari slysa eða veik­inda er fólki bent á að leita á heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, einka­rekn­ar heilsu­gæslu­stöðvar og kvöld- og helgar­vakt lækna­vakt­ar­inn­ar.

Þá er bent á að hjúkr­un­ar­fræðing­ar eru á vakt all­an sól­ar­hring­inn í síma 1770 og 1700 og sinna fag­legri símaráðgjöf og veg­vís­un í heil­brigðis­kerf­inu um allt land.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert