Þverpólitísk tillaga um hugvíkkandi efni

Hugvíkkandi efnið sílósíbín er virka efnið í um 250 mismunandi …
Hugvíkkandi efnið sílósíbín er virka efnið í um 250 mismunandi sveppategundum. mbl.is/Ómar Óskarsson

22 alþing­is­menn úr sjö flokk­um leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu um að breyt­ing­ar verði gerðar til að heim­ila rann­sókn­ir og til­raun­ir með hug­víkk­andi efnið sílósíbín í geðlækn­inga­skyni.

Flutn­ings­menn til­lög­unn­ar til­heyra öll­um þing­flokk­um nema Vinstri-græn­um.

Í til­lög­unni kem­ur fram að hug­víkk­andi efni á borð við sílósíbín (psi­locybin), sem er virka efnið í um 250 mis­mun­andi sveppa­teg­und­um, falli und­ir skil­grein­ingu 1. mgr. 2. gr. laga um áv­ana- og fíkni­efni, nr. 65/​1974, og að varsla slíkra efna sé þar af leiðandi óheim­il með gild­andi lög­um.

Síðustu ár hafi rann­sókn­um á hug­víkk­andi efn­um, sér í lagi sílósíbíni, fleygt fram sam­hliða auk­inni notk­un efn­anna. 

Til­lög­ur ráðherra verði til­bún­ar á vorþingi

„Alþingi álykt­ar að fela heil­brigðisráðherra, í sam­starfi við aðra ráðherra er málið snert­ir, að und­ir­búa og leggja til nauðsyn­leg­ar breyt­ing­ar, hvort sem er á lög­um, reglu­gerðum eða með öðrum hætti, sem heim­ila rann­sókn­ir og til­raun­ir með hug­víkk­andi efnið sílósíbín í geðlækn­inga­skyni og skapa skýra um­gjörð fyr­ir sér­hæfða meðferðaraðila um notk­un efn­is­ins í þeim til­gangi,“ seg­ir í til­lög­unni.

„Til­lög­ur ráðherra liggi fyr­ir eigi síðar en á vorþingi 2023,“ er enn frem­ur lagt til.

Yf­ir­lýst mark­mið til­lög­unn­ar er að Ísland verði leiðandi í rann­sókn­um á gagn­semi hug­víkk­andi efna í geðlækn­inga­skyni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert