Bæjarráð Vestmannaeyja vill að bærinn og HS veitur, rekstraraðili og eigandi vatnsveitunnar í Vestmannaeyjum, hefji undirbúning að lagningu nýrrar vatnsleiðslu til Eyja, þrátt fyrir að innviðaráðherra hafi hafnað erindi bæjarins um fjárstuðning til framkvæmdarinnar.
Nú er ein vatnsleiðsla virk á milli lands og Eyja. Hún komst í notkun 2008. Tvær eldri leiðslur eru ónýtar.
„Vatnsleiðslan annar vatnsþörfinni og það er ekki vatnsskortur fyrirsjáanlegur en það er öryggismál fyrir okkur að hafa tvær vatnsleiðslur,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.