Allt saman ömmu að kenna

Ingvar Jóel Ingvarsson er mikill áhugamaður um aflraunir.
Ingvar Jóel Ingvarsson er mikill áhugamaður um aflraunir. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Það er allt sam­an ömmu að kenna,“ seg­ir Ingvar Jóel Ingvars­son sposk­ur á svip þegar talið berst að ástríðu hans fyr­ir aflraun­um.  

„Pabbi dó þegar ég var sjö ára. Á þeim tíma var bara klappað á öxl­ina á manni og manni sagt að setja í brýnn­ar og halda áfram. „Þú verður að vera sterk­ur fyr­ir mömmu þína!“ Ég á mín augna­bliks­brot en satt best að segja man ég lítið eft­ir pabba sem var sjó­maður og mjög hraust­ur maður. Amma var hins veg­ar dug­leg að segja mér sög­ur af hon­um og það kveikti þessa krafta­dellu hjá mér. Ég prófaði bæði hand­bolta og hand­bolta sem strák­ur en fann mig ekki fyrr en ég gekk inn í Jaka­ból 1980, 17 ára gam­all. Og hef verið þar síðan. Ég æfi að vísu í World Class í dag en þú skil­ur hvað ég meina.“

Einn af fyrstu mönn­un­um sem hann rakst á í Jaka­bóli var átrúnaðargoðið sjálft, Hreinn Hall­dórs­son kúlu­varp­ari. „Það er stærsti maður sem ég hef nokk­urn tíma aug­um litið. Ég bar út Mogg­ann sem strák­ur og dáðist alltaf að ljós­mynd­un­um af Hreini. Og þarna var hann allt í einu kom­inn, ljós­lif­andi. Svei mér þá ef ver­öld­in stóð ekki bara kyrr eitt augna­blik!“

Ingvar Jóel á HM unglinga í kraftlyftingum í Kairó 1983.
Ingvar Jóel á HM ung­linga í kraft­lyft­ing­um í Kairó 1983.

Hann hlær að þess­ari ljúfu minn­ingu.

„Hreinn var líka svo mik­ill öðling­ur og tók mér strax vel. Löngu seinna rakst ég aft­ur á hann á Eg­ils­stöðum, þar sem hann sá lengi um sund­laug­ina, og hann þekkti mig um leið. Árin höfðu færst yfir en Hreinn var eigi að síður al­veg jafn glæsi­leg­ur á velli og fyrr. Og gegn­heilt góðmenni.“

Nán­ar er rætt við Ingvar Jóel í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins en hann gat sér gott orð á dög­un­um þegar hann felldi vind­myll­una í Þykkvabæn­um.  

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert