Árni Þórður útskrifaður af Landspítala

Árni Þórður er útskrifaður af spítala eftir tæplega árslanga dvöl.
Árni Þórður er útskrifaður af spítala eftir tæplega árslanga dvöl. mbl.is/Ómar Óskarsson

Árni Þórður, sonur Sigga storms, er útskrifaður af Landspítala eftir tæplega árslanga dvöl vegna líffærabilunar. Árni veiktist mjög alvarlega í desember á síðasta ári og var strax settur í öndunarvél á gjörgæslu. 

Fréttablaðið greinir frá en í frétt miðilsins er haft eftir Sigurði Þ. Ragnarssyni, sem einnig er þekktur sem Siggi stormur, að sonur hans hafi fengið læknabréf á fimmtudaginn þar sem hann var útskrifaður. Nú tekur við eftirfylgni og eftirlit hjá Árna sem varð 30 ára í síðasta mánuði.

Hræðileg lífsreynsla

Siggi hefur verið duglegur að deila frá veikindum sonar síns og hefur m.a. komið fram í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. 

„Þetta er hræðileg lífs­reynsla og ég gleymi þessu aldrei. Ég var stadd­ur í út­lönd­um þegar það hring­ir í mig kona frá gjör­gæslu­deild­inni og seg­ir mér að dreng­ur­inn minn sé kom­inn í önd­un­ar­vél, sé í lífs­hættu og staðan sé al­var­leg,“ sagði Sigurður í hlaðvarpinu um veikindi sonar síns.

Við hjón­in átt­um flug nokkr­um dög­um síðar, en keypt­um miða dag­inn eft­ir og kom­um. Svo byrj­ar tími sem er þannig að fyrst tek­ur maður þetta allt á hnef­an­um og er bara í sjokki. Það er stans­laus kvíði í mag­an­um, en síðan ger­ist það að þegar áfallið fer að lengj­ast þá tær­ist maður smám sam­an að inn­an og maður fer að end­ur­hugsa allt varðandi lífið. Það sem manni fannst merki­legt áður skipt­ir mann nán­ast engu máli í dag. Hver ein­asti dag­ur snýst meira og minna um það hvaða frétt­ir maður muni fá í dag.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert