Bilun í FM-sendi truflar útsendingu Rásar 1

Bilun er í FM-sendi Rásar eitt.
Bilun er í FM-sendi Rásar eitt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bil­un í FM-sendi Rás­ar eitt á Skála­felli hef­ur áhrif á út­send­ingu rás­ar­inn­ar á nokkr­um stöðum á land­inu. Rúv grein­ir frá en á vef þess kem­ur fram að Skála­fell sé einn af höfuðsend­um Rúv og að unnið sé að viðgerð hans.

Útfallið hef­ur áhrif á út­send­ingu Rás­ar eitt á suðvest­ur­horni lands­ins, í upp­sveit­um sunn­an­lands, í Hval­f­irði, í upp­sveit­um Borg­ar­fjarðar og að Holta­vörðuheiði. 

Aðrir send­ar sinna stór­um hluta svæðis­ins sem bilaði send­ir­inn nær til, til að mynda send­ar á Úlfars­felli, en þeir munu áfram sinna stór­um hluta höfuðborg­ar­svæðis­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert