Bilun í FM-sendi Rásar eitt á Skálafelli hefur áhrif á útsendingu rásarinnar á nokkrum stöðum á landinu. Rúv greinir frá en á vef þess kemur fram að Skálafell sé einn af höfuðsendum Rúv og að unnið sé að viðgerð hans.
Útfallið hefur áhrif á útsendingu Rásar eitt á suðvesturhorni landsins, í uppsveitum sunnanlands, í Hvalfirði, í uppsveitum Borgarfjarðar og að Holtavörðuheiði.
Aðrir sendar sinna stórum hluta svæðisins sem bilaði sendirinn nær til, til að mynda sendar á Úlfarsfelli, en þeir munu áfram sinna stórum hluta höfuðborgarsvæðisins.