Enginn var með allar tölur réttar í Lottóútdrætti kvöldsins og verður potturinn því fjórfaldur næsta laugardag. Bónusvinningurinn gekk heldur ekki út að þessu sinni.
Einn heppinn miðahafi var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær tvær milljónir í sinn hlut. Miðinn var keyptur á vefnum lotto.is.
Níu miðahafar voru með annan vinning í Jóker og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur.
Miðarnir voru keyptir í Krambúðinni Firði, Shellskálanum Hveragerði, fjórir á lotto.is, einn í Lottóappinu og tveir miðanna eru í áskrift.