Fjórir voru handteknir í Kópavogi í gær vegna slagsmála og voru þeir vistaðir í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Þar segir jafnframt að einn hafi leitað á bráðamóttöku vegna áverka en ekki var vitað um alvarleika meiðsla hans.