Fleiri sjúklingar en áður, sem komu á bráðamóttöku Landspítalans, þurftu ekki að bíða eftir innlögn í rúm á legudeild eða fengu innlögn minna en klukkustund eftir komu á spítalann. Þetta hlutfall hefur ekki verið hærra frá árinu 2016.
Þetta kemur fram í þjónustukönnun sjúklinga Landspítala sem gerð var í maí síðastliðnum. Slíkar kannanir hafa verið gerðar á hverju ári frá 2012 í þeim tilgangi að fá upplýsingar um viðhorf sjúklinga til þjónustu spítalans. Niðurstöðurnar eru notaðar til að bæta þjónustu við sjúklinga, að sögn spítalans.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.