Flugslys sviðsett á Reykjavíkurflugvelli

Frá æfingunni fyrr í dag.
Frá æfingunni fyrr í dag. mbl.is/Óttar

Fjöldi fólks tók þátt á flug­slysaæf­ingu sem fór fram á Reykja­vík­ur­flug­velli fyrr í dag. Í til­efni henn­ar var flug­slys sett á svið og reyndi á viðbragðsaðila að bregðast rétt við aðstæðum.

Æfing­in var um­fangs­mik­il og komu marg­ar starf­sein­ing­ar að henni, þar á meðal: starfs­fólk flug­vall­ar­ins, lög­regla, slökkvilið, sjúkra­flutn­ingaaðilar, starfs­fólk sjúkra­húss, al­manna­varn­ir, björg­un­ar­sveit­ir, Rauði kross­inn, prest­ar, rann­sókn­araðilar auk annarra.

Frá æfingunni fyrr í dag.
Frá æf­ing­unni fyrr í dag. mbl.is/Ó​ttar

Marg­ir í ná­grenni flug­vall­ar­ins hafa ef­laust kippt sér upp við reyk­inn sem steig upp frá æf­inga­svæðinu en æf­ing­in fólst m.a. í því að ná tök­um á eld­um í bíl­hræj­um. 

Þá sendi lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu einnig til­kynn­ingu á fjöl­miðla fyrr í dag þar sem þess var getið að viðbúnaður­inn við flug­völl­inn væri vegna æf­ing­ar­inn­ar.

Margir viðbragðsaðilar komu að æfingunni.
Marg­ir viðbragðsaðilar komu að æf­ing­unni. mbl.is/Ó​ttar
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert