Loka leikskóla vegna skólpmengunar

Börnin mæta næst í leikskóla á miðvikudaginn.
Börnin mæta næst í leikskóla á miðvikudaginn. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leik­skól­an­um Granda­borg í Vest­ur­bæ hef­ur verið lokað vegna fram­kvæmda sem talið er nauðsyn­legt að ráðast í, en í skriðkjall­ara und­ir nýrra húsi leik­skól­ans hef­ur skól­p­lögn farið í sund­ur og hef­ur meng­un greinst í jarðvegi.

Þetta kem­ur fram í bréfi sem for­eldr­ar barna á leik­skól­an­um fengu sent í vik­unni.

Í bréf­inu kem­ur fram að nauðsyn­legt sé að fjar­lægja all­an jarðveg og at­huga hvort að meng­un hafi mögu­lega borist í loftræsti­kerfi húss­ins sem er á steypt­um fleti í kjall­ar­an­um.

Seg­ir að það sé mat heil­brigðis­eft­ir­lits­ins og skóla- og frí­stunda­sviðs Reykja­vík­ur­borg­ar að nauðsyn­legt sé að loka leik­skól­an­um og flytja starf­sem­ina. Í fram­haldi mun verk­fræðistof­an Efla fram­kvæma ít­ar­lega út­tekt á hús­inu.

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu lang­an tíma fram­kvæmd­ir munu taka en hald­inn verður fund­ur fyr­ir for­eldra síðdeg­is á mánu­dag­inn til að upp­lýsa þá um stöðuna.

Fyrstu vís­bend­ing­ar sum­arið 2021

Í bréfi borg­ar­inn­ar kem­ur fram að tals­vert hafi verið um veik­indi meðal starfs­fólks leik­skól­ans, og því hafi sér­fræðing­ar á verk­fræðistof­unni Eflu farið yfir hús­næðið.

Þá kem­ur einnig fram að fyrstu vís­bend­ing­ar um slæma inn­vist hafi komið fram sum­arið 2021. 

„Frá því að fyrstu vís­bend­ing­ar bár­ust um slæma inni­vist sum­arið 2021 hef­ur verið unnið að end­ur­nýj­un á hús­næði skól­ans og hef­ur það verið reglu­lega skoðað af starfs­fólki heil­brigðis­eft­ir­lits og verk­fræðistofu sem ráðin var til að hafa um­sjón með verk­inu. Hins veg­ar hef­ur nú komið í ljós að það er þörf á að ráðast í taf­ar­laus­ar frek­ari fram­kvæmd­ir,“ seg­ir í bréf­inu.

Flutt á þrjá mis­mun­andi staði

Ekk­ert til­tækt hús­næði er til staðar sem rúm­ar öll börn leik­skól­ans með svo skömm­um fyr­ir­vara. Leik­skóla­börn­in verða því send á þrjá staði; á Ævin­týra­borg­ina við Naut­hóls­veg, í Kringl­una og á Ævin­týra­borg­ina við Eggerts­götu.

Hvorki verður hægt að taka á móti börn­un­um á mánu­dag né þriðju­dag en að morgni miðviku­dags fá þau að mæta.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert