Einstök málverk eftir marga af frumherjum íslenskrar myndlistar verða sýnd í vélsmiðjunni Héðni við Gjáhellu í Hafnarfirði frá kl. 13-17 í dag. Þetta eru verk sem Markús Ívarsson, járnsmiður og stofnandi Héðins hf., eignaðist á fyrri hluta 20. aldar en mörg þeirra voru gefin Listasafni Íslands eftir hans dag. Sýningin er samvinnuverkefni Héðins og Listasafns Íslands og er öllum opin, en er aðeins opin þennan eina dag.
„Listir í öllum sínum blæbrigðum hafa alltaf verið leiðarljós í starfsemi okkar,“ segir Halldór Lárusson stjórnarformaður Héðins hf. í samtali við Morgunblaðið í dag.
Halldór segir að Markús sé sennilega fyrsti Íslendingurinn sem safnað hafi myndlist með skipulögðum hætti: „Hann keypti verk af samtíðarfólki sínu, og hafði mjög næmt auga fyrir því sem var gott í myndlist. Á þessum tíma voru engir opinberir styrkir til listamanna. Þetta voru kreppuár og líklegt að sumir þessara listamanna hefðu lagt upp laupana ef ekki hefði komið til söfnun Markúsar,“ segir Halldór
Sjá meira í Morgunblaðinu í dag.