Reyna aftur að fá styttu af Ye í Vesturbæ

Spurning er hvort Vesturbæingar fá hugmynd sína í gegn.
Spurning er hvort Vesturbæingar fá hugmynd sína í gegn.

Vest­ur­bæ­ing­ar hafa ekki gefið upp von­ina um að fá reista styttu af banda­ríska tón­list­ar­mann­in­um Ye (áður Kanye West) í hverfið. Hef­ur til­laga þess efn­is verið lögð fram í annað sinn í hug­mynda­söfn­un­ina Hverfið mitt sem er á veg­um Reykja­vík­ur­borg­ar.

Hug­mynda­söfn­un­in stend­ur nú yfir og er hægt að senda inn hug­mynd­ir til og með 27. októ­ber. Mark­mið verk­efn­is­ins er að fá hug­mynd­ir frá borg­ar­bú­um um hvað megi bæta í þeirra hverfi. Vel á sjötta hundrað hug­mynd­ir hafa verið send­ar inn, sem er um 55% aukn­ing frá sama tíma í síðustu hug­mynda­söfn­un. 

Á meðan söfn­un­inni stend­ur geta íbú­ar einnig sett læk við þær hug­mynd­ir sem þeir vilja sjá verða að veru­leika. Þær fimmtán hug­mynd­ir sem fá flest læk í hverju hverfi, og eru samþykkt­ar af fagráði borg­ar­inn­ar, auk tíu hug­mynda sem vald­ar eru af íbúaráði hvers hverf­is verða til kosn­ing­ar á næsta ári. Vin­sæl­asta hug­mynd hvers hverf­is verður svo fram­kvæmd af borg­inni.

Vesturbæingar vilja styttu af tónlistarmanninum Ye.
Vest­ur­bæ­ing­ar vilja styttu af tón­list­ar­mann­in­um Ye. Ljós­mynd/​McNay

Hug­mynd­inni hafnað síðast

Meðal þeirra hug­mynda sem hafa verið send­ar inn í ár er að stytta af tón­list­ar­mann­in­um Ye verði reist í Vest­ur­bæ. Hug­mynd­in var fyrst lögð fram árið 2020 og er það tón­list­armaður­inn Aron Krist­inn Jónas­son sem á heiður­inn af hug­mynd­inni, bæði þá og nú.

Fag­teymi sér­fræðinga verk­efn­is­ins Hverfið mitt kom­st á sín­um tíma að þeirri niður­stöðu að hug­mynd­in væri ekki tæk til kosn­ing­ar. Meðal ástæðna teym­is­ins voru að sér­stök tengsl Ye við Vest­ur­bæ væru lít­il sem eng­in og fæl­ust aðeins í nafn­inu West, en eins og áður seg­ir hét Ye áður Kanye West.

Vilja ekki hafna hug­mynd­um

Hug­mynd­in um styttu af Ye hef­ur nú hlotið flest læk allra hug­mynda sem hafa verið send­ar inn og varða Vest­ur­bæ­inn. Verk­efna­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg seg­ir ekki hægt að segja til um hvort að hug­mynd­inni verði aft­ur hafnað af borg­inni.

„Ég get engu svarað fyrr en að fagráðið fer að funda og fara yfir all­ar hug­mynd­irn­ar. Auðvitað ger­um við alltaf það sem við get­um til að samþykkja hug­mynd­ir. Við vilj­um ekki hafna hug­mynd­um,“ seg­ir Ei­rík­ur Búi Hall­dórs­son, verk­efna­stjóri hjá Reykja­vík­ur­borg, í sam­tali við mbl.is.

Eiríkur Búi er í forsvari fyrir verkefnið Hverfið mitt hjá …
Ei­rík­ur Búi er í for­svari fyr­ir verk­efnið Hverfið mitt hjá Reykja­vík­ur­borg. Ljós­mynd/​Reykja­vík­ur­borg

Þetta er í tí­unda sinn sem hug­mynda­söfn­un­in Hverfið mitt fer fram. Síðan verk­efnið hófst árið 2012 hafa 898 hug­mynd­ir orðið að veru­leika. Má þar nefna mini­golf-velli, sjó­sundsaðstaða, útiæf­inga­svæði, klif­ur­steina, litla al­menn­ings­garða, blóm og gróður, lista­verk og leik­tæki svo eitt­hvað sé nefnt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert