„Það er grafalvarleg staða í þessum málaflokkum“

Heiða Björg segir samheldni hafa ríkt á nýafstöðnu þingi.
Heiða Björg segir samheldni hafa ríkt á nýafstöðnu þingi. mbl.is/Margrét Þóra

„Ég er þakk­lát fyr­ir hversu upp­byggi­legt þingið var. Það var mik­il sam­heldni ríkj­andi og greini­legt að all­ir eru til­bún­ir að þétta raðirn­ar nú eft­ir mjög erfiðan tíma,“ sagði Heiða Björg Hilm­is­dótt­ir, sem tók við embætti for­manns Sam­bands ís­lenskra sveit­ar­fé­laga á þingi þess á Ak­ur­eyri í gær.

Heiða Björg seg­ir van­fjár­mögn­un í mála­flokki fatlaðs fólks, hjúkr­un­ar­heim­ila og barna með fjölþætt­an vanda eitt brýn­asta úr­lausn­ar­efnið sem við blasi.

„Það er grafal­var­leg staða í þess­um mála­flokk­um. Ljóst er að eitt helsta verk­efni okk­ar hjá sam­band­inu á kom­andi kjör­tíma­bili verður að leita lausna og koma þess­um mál­um á rétt­an kjöl,“ seg­ir hún.

Nán­ari um­fjöll­un má nálg­ast í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert