Þrjár mismunandi tilkynningar bárust lögreglu um líkamsárásir í miðbænum í nótt. Einn var handtekinn í tengslum við eina þeirra og var hann vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.
Þá var einnig tilkynnt um einstakling að reyna að brjótast inn í hverfi 105 og var sá handtekinn og vistaður í fangaklefa i þágu rannsóknar málsins.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Þar segir einnig að sautján bifreiðar hafi fengið sektir vegna stöðubrots í miðbænum. Auk þess voru tvær bifreiðar stöðvaðar þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.