Þú dóst ekki nógu mikið, Ingvar!

Ingvar Jóel Ingvarsson hefur lifað ævintýralegu lífi.
Ingvar Jóel Ingvarsson hefur lifað ævintýralegu lífi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eft­ir að Ingvar Jóel Ingvars­son hafði farið í hjarta­stopp í aðgerð, þar sem skipt var um hjarta­loku, var sett­ur í hann gangráður. Það er mun smærri aðgerð og sjúk­ling­ur­inn vak­andi á meðan. Nema hvað hjartað í hon­um stöðvaðist þá öðru sinni.

„Þeir náðu mér til baka eft­ir 93 sek­únd­ur. Ég horfði beint í and­litið á lækn­in­um þegar ég vaknaði og sá í aug­un­um að hann var skelf­ingu lost­inn. Það er ekk­ert bull í bíó­mynd­un­um þegar sjúk­ling­ur­inn tek­ur mik­il and­köf við svona aðstæður. Ég heyrði bein­líns í sjálf­um mér þegar ég náði and­an­um aft­ur. Það voru sjö kandí­dat­ar inni á stof­unni og ég held að þau hafi öll þurft áfalla­hjálp. Það þurfti að brjóta mig all­an upp og það smell­ur enn þá í bring­unni á mér. Þeir kalla það trausta­bresti,“ seg­ir Ingvar Jóel.

– Manstu eitt­hvað eft­ir þessu? Upp­lifðirðu eitt­hvað meðan hjartað var stopp?

„Já, ég tel svo vera. Mér leið eins og ég væri á fleygi­ferð inni í ein­hverju rými. Allt var ljós­grátt og rýmið fullt af glugg­um og hurðum sem öll voru lokuð. Mér leið eins og að ég sæti í stól sem hring­sner­ist og væri að leita að út­göngu­leið. Hana fann ég ekki enda allt lokað. Ekki hefði þurft að spyrja að leiks­lok­um hefði gluggi eða hurð verið opin.“

Hann seg­ir einn lækn­anna hafa velt þessu fyr­ir sér á eft­ir og spurt hvort hann hefði séð eitt­hvað fyr­ir hand­an. „Ég lýsti þessu fyr­ir hon­um og að því loknu kom stutt þögn. Síðan sagði hann: „Þú dóst ekki nógu mikið, Ingvar!““

Hann hlær.

Nán­ar er rætt við Ingvar Jóel í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins en hann vakti mikla at­hygli á dög­un­um þegar hann felldi vind­myll­una í Þykkvabæn­um. 

Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Þessi grein birt­ist
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert