Umferðarþungi ofmetinn í spám?

Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér að umhorfs verði ofan á …
Þannig sjá arkitektarnir fyrir sér að umhorfs verði ofan á Sæbrautarstokknum í framtíðinni. Akvegur og borgarlínubraut við Vogatorg. Tölvumynd/Akrís/Landslag/Mannvit

Vegagerðin birti í sumar áætlun um umhverfismat fyrir væntanlegan vegstokk á Sæbraut. Skipulagsstofnun hefur leitað umsagna hjá þeim aðilum sem lögbundið er að gera, til dæmis Reykjavíkurborg.

Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur hefur nú samþykkt umsögn um verkefnið, sem unnin var af deildarstjórum aðal- og deiliskipulags.

Þegar umsögnin er lesin vekur sérstaka athygli sá kafli hennar sem fjallar um umferðarþunga. Skipulagsfulltrúi bendir á það að í matsáætluninni sé gert ráð fyrir að umferð um Sæbraut aukist um 2% árlega næstu 20 árin.

Umræddar forsendur sé ekki að finna í aðalskipulagi og þar með ekki skýrt hvaða forsendur liggja hér að baki, þ.e. að bílaumferð muni vaxa hraðar en sem nemur íbúafjölgun og fjölgun starfa.

Nánari umfjöllun er hægt að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka