Vísindavakan fer nú fram

Aðgangur að Vísindavökunni er ókeypis.
Aðgangur að Vísindavökunni er ókeypis. Ljósmynd/Aðsend

Vís­inda­vaka Rannís 2022 verður hald­in í dag á milli klukk­an 13:00-18:00 í Laug­ar­dals­höll­inni. Mark­mið Vís­inda­vök­unn­ar er að gefa al­menn­ingi kost á að fræðast um vís­indi og vekja at­hygli á fjöl­breytni og mik­il­vægi vís­inda­starfs í land­inu.

Vís­inda­vaka er hald­in ár­lega síðustu helg­ina í sept­em­ber um alla Evr­ópu til heiðurs evr­ópsku vís­inda­fólki. Í ár verður Vís­inda­vaka í 340 bæj­um og borg­um í 25 lönd­um um alla Evr­ópu, en verk­efnið er styrkt af Horizon 2020 rann­sókna- og ný­sköp­un­ar­áætl­un Evr­ópu­sam­bands­ins.

Börn fylgjast grannt með vísindamönnum á vökunni.
Börn fylgj­ast grannt með vís­inda­mönn­um á vök­unni. Ljós­mynd/​Aðsend

Hægt að prófa ýmis tæki

Á Vís­inda­vök­unni kynn­ir vís­inda­fólk frá há­skól­um, stofn­un­um og fyr­ir­tækj­um viðfangs­efni sín fyr­ir al­menn­ingi á fjölda sýn­ing­ar­bása. Gest­ir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rann­sókn­ir, kynn­ast ýms­um afurðum og spjalla við vís­inda­fólkið sjálft um hvernig er að starfa að vís­ind­um, rann­sókn­um og ný­sköp­un.

Lögð er áhersla á lif­andi vís­inda­miðlun og virka þátt­töku gesta og eru fjöl­skyld­ur, börn og ung­menni sér­stak­lega boðin vel­kom­in á vök­una. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert