Árshátíð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu fór fram í gærkvöldi. Í dagbók lögreglu kemur fram að árshátíð hafi verið sú fjölmennasta sem haldin hefur verið.
„Fjölmennasta árshátíð lögreglu sem haldin hefur verið fór vel fram og var hin besta skemmtun,“ segir í dagbók lögreglu.
Árshátíð lögreglunnar hefur verið í fréttum undanfarna daga vegna rannsóknar lögreglu á ætluðum undirbúningi hryðjuverka.
Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins sýndu mennirnir fjórir, sem voru handteknir í umfangsmiklum aðgerðum, árshátíð lögreglumanna sérstakan áhuga.
Í kjölfarið sagði Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, marga lögreglumenn og maka þeirra ekki geta hugsað sér að mæta á árshátíðan vegna fregnanna.