Við endurnýjun og úthlutun tíðniréttinda þarf að ná samkomulagi við fjarskiptafyrirtækin um uppbyggingu, rekstur og viðhald á innviðum sem tryggja öruggt farsímasamband á þjóðvegum úti um land. Þetta er kjarni í ályktunartillögu á Alþingi sem Jakob Frímann Magnússon úr Flokki fólksins er fyrsti flutningsmaður að.
Tillögunni er beint til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra – en áður hefur Jakob Frímann lagt fram frumvarp um þetta málefni, sem náði ekki fram að ganga.
Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.