Hjónin Elín Sveinsdóttir og Sigmundur Ernir Rúnarsson gengu á hæsta fjall Afríku í síðasta mánuði. Í Dagmálaþætti dagsins segja þau ferðasöguna sem á köflum er dramatísk en um leið skemmtileg. Bæði gerðu þau afdrifarík mistök á toppi fjallsins svo að Sigmundur Ernir fylltist skelfingu. Í myndskeiðinu sem fylgir fréttinni segja þau frá þessum mistökum.
Þegar komið er upp á topp Kilimanjaro er súrefnismettun aðeins fimmtíu prósent og þá má ekki gleyma sér eitt augnablik við öndun.
Bæði hafa þau stundað fjallamennsku um árabil og eru mikið útivistarfólk. Ferðin á Fjallið okkar eða Kilimanjaro var það erfiðasta sem þau hafa gert á þessu sviði. Einn ferðafélagi varð að snúa frá og tveir aðrir voru leiddir á síðustu orkudropunum á tindinn.
Margvíslegar áskoranir mættu hópnum og ein sú erfiðasta var hoppandi klóakmaurar á hvítu postulíni í ferðaskála.
Ferðasagan í fullri lengd í Dagmálum dagsins. Þátturinn er aðgengilegur fyrir áskrifendur Morgunblaðsins.